6. október 2023
Rann­sókna­ráðstefna Vega­gerðar­innar 27. októ­ber 2023

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2023 verður haldin föstudaginn 27. október á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut, kl. 09.00-16.15.

Almenn skráning – smelltu á hlekkinn. 

Dagskráin er fjölbreytt að venju og endurspeglar það margháttaða rannsókna- og þróunarstarf sem styrkt er af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar.

Sextán rannsóknaverkefni verða til umfjöllunar og samhliða veggspjaldasýning með um tólf verkefnum.

Ráðstefnan hefur alla jafna verið fjölsótt af starfsfólki Vegagerðarinnar, starfsfólki ráðgjafa- og verkfræðistofa, verktaka og almenns áhugafólks um samgöngur og rannsóknir.

Á ráðstefnunni í ár verður mest fjallað um rannsóknir sem fengu fjárveitingar úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar árið 2022.

Styrkur rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar liggur í því að styrkja verkefni á mjög breiðu fræðasviði þar sem ekki er endilega einblínt á hefðbundna vegagerð. Verkefnin falla þó undir fjóra almenna flokka sem eru: mannvirki, umferð, umhverfi og samfélag.

Ráðstefnustjóri verður Páll Valdimar Kolka.

Dagskrá rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar
 09:00 Setning ráðstefnu, Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar.
 09:05 Eldvirkni á Íslandi og hugsanleg áhrif á innviði, Dr. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands.
 09:30 Kolefnishluthlaus bindiefni, Björk Úlfarsdóttir, Colas Ísland.
 09:45 Vindaðstæður við brýr – hermun til stuðnings hönnunarviðmiðum, Darri Kristmundsson, Vatnaskil.
 10:00 Sigmælingar með LiDAR skanna á þyrildi, Sólveig Kristín Sigurðardóttir, Verkís.
 10:15 Kaffihlé og veggspjaldasýning
 10:45 Kostir hástyrkleikasteypu á brýr, Ólafur H. Wallevik, Háskólinn í Reykjavík.
 11:00 Ástandsskoðun sprautusteypu í jarðgöngum með tilliti til þykktar og væntanlegs líftíma, Benedikt Ó. Steingrímsson og Guðbjartur Jón Einarsson, Mannvit.
 11:15 Kolefnisfótsporsgreining á brimvarnargörðum og sjóvörnum, Majid Eskafi, EFLA (erindi á ensku).
 11:30 Fyrirspurnir
 11:45 Hádegismatur
 13:00 Áhrif á öryggi virkra ferðamáta vegna algrænna umferðarljósa, Davíð Guðbergsson, VSÓ ráðgjöf.
 13:15 Umferðaröryggisaðgerðir og áhrif á leiðarval, Berglind Hallgrímsdóttir, EFLA.
 13:30 Leiðbeiningar um hönnun gatna í þéttbýli, Thijs Kreukels, VSB verkfræðistofa (erindi á ensku).
 13:45 Áhrif fjarvinnu á vegakerfið, Sæunn Gísladóttir, Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri.
 14:00 Grímsvötn: vatnsgeymir, jökulhlaup, upphaf og rennsli, Finnur Pálsson, Jöklahópur Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.
14:15 Fyrirspurnir
14:30 Kaffihlé
 15:00 Rannsóknir á tengslum veðurfarsbreytinga og hreyfinga á og við vegstæði Siglufjarðarvegar um Almenninga, Þorsteinn Sæmundsson, Halldór Geirsson og Hafdís Jónsdóttir, Háskóli Íslands og Vegagerðin.
 15:15  Mælaborð úrkomuvöktunar í Almenningum, Einar Sveinbjörnsson, Veðurvaktin.
 15:30 Opna fjallvegir hlið fyrir landnám innfluttra plöntutegunda á hálendi Íslands, Rannveig Thoroddsen, Náttúrufræðistofnun Íslands.
 15:45  Örmengunarefni í ofanvatni af vegum, Ásta Ósk Hlöðversdóttir, VSB verkfræðistofa.
 16:00  Fyrirspurnir
 16:15  Ráðstefnuslit – léttar veitingar

Glærur og ágrip fyrirlestra verður hægt að finna á vef Vegagerðarinnar að ráðstefnu lokinni. Listi yfir veggspjöld verður birtur innan skamms.

Almenningssamgöngur - Strætó - Suðurlandsvegur 2022

Almenningssamgöngur - Strætó - Suðurlandsvegur 2022