30. janúar 2023
Háskóla­samfé­lagið næst­stærsti hópur umsækj­enda í Rann­sókna­sjóð Vega­gerðar­innar

Í ár bárust alls 124 umsóknir um verkefnastyrk til Rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar upp á samtals  365.379.195 krónur. Rannsóknasjóðurinn hefur 150 milljónir króna til umráða á þessu ári. Tilkynnt verður um úthlutun úr sjóðnum í byrjun mars.

 

Ólafur Sveinn Haraldsson, forstöðumaður rannsóknardeildar Vegagerðarinnar, segir ánægjulegt hve margir hafi sótt um styrk í ár en hann hefði þó viljað fá enn fleiri umsækjendur. „Í fyrra bárust 135 umsóknir í sjóðinn, eða 11 fleiri en í ár. Það sem vekur eftirtekt er að háskólasamfélagið sækir meira í sjóðinn nú en áður. Sem dæmi voru umsóknir frá háskólunum 10 talsins árið 2021 eða 7% umsókna, en í ár eru þær 31 talsins, eða 25% umsókna. Það er mjög gleðilegt. Hins vegar bárust því miður færri umsóknir frá verkfræðistofunum en í fyrra. Árið 2022 bárust 65 umsóknir en nú eru þær 45. Það væri áhugavert að skoða betur hvað veldur því og verður gert á næstu vikum.”

Rannsóknum Vegagerðarinnar er skipt í fjóra meginflokka; mannvirki, umferð, umhverfi og samfélag.

Áherslur á þessa flokka taka mið að því markmiði rannsóknasjóðsins að stuðla að því að Vegagerðin geti sinnt hlutverki sínu og jafnframt að afla nýrrar þekkingar á starfssviði hennar,“ segir Ólafur Sveinn.

Rannsóknarráð Vegagerðarinnar kemur saman nú í febrúar til að fara yfir umsóknirnar. „Gert er ráð fyrir að tilkynnt verði um úthlutun í byrjun mars,“ upplýsir Ólafur Sveinn.

Umsóknir skiptust þannig:

·        Vegagerðin: 22 umsóknir – samtals  76,7 m.kr.

·        Háskólar og tengdar stofnanir:  31 umsóknir – samtals 81,1 m.kr.

·        Opinberar stofnanir og fyrirtæki: 7 umsóknir – samtals 18,1 m.kr.

·        Verkfræðistofur: 45 umsóknir – samtals 135,9 m.kr.

·        Aðrir: 19 umsóknir  – samtals 53,6 m.kr.

Hverjir eru að sækja um?

Hverjir eru að sækja um?

Ólafur Sveinn Haraldsson, forstöðumaður rannsókna hjá Vegagerðinni.

Ólafur Sveinn Haraldsson, forstöðumaður rannsókna hjá Vegagerðinni.