Umferð um stofnvegi höfuðborgarsvæðis jókst talsvert milli marsmánaða 2024 og 2025, ef marka má þrjú lykil mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu, eða um 4,2%.
Umferð jókst í öllum þremur mælisniðum, mest í mælisniði á Hafnarfjarðarvegi eða 5,4% en minnst í mælisniði ofan Ártúnsbrekku eða 2,6%.
Þessi aukning er ekki í samræmi við það sem gerðist á Hringveginum, á sama tíma, en þar dróst umferð saman, sjá fyrri frétt þar um hér.
Umferð vikudaga
Mest var ekið á fimmtudögum og föstudögum, í nýliðnum mánuði, en minnst á sunnudögum.
Hlutfallslega jókst umferð mest á föstudögum eða um 10,8% en minnst jókst umferð á mánudögum eða um 0,2%.
Umferð frá áramótum
Nú þegar liðnir eru þrír mánuðir af árinu, hefur uppsöfnuð umferð aukist um 3,7% borið saman við sama tímabil á síðasta ári.
Ath. allar umferðartölur eru grófrýndar, sem gætu því tekið breytingum við endanlega yfirferð í byrjun næsta árs.