Umferð á milli janúarmánaða 2024 og 2025
Í janúar 2025 jókst umferðin um 4,2% yfir 16 lykilteljara á Hringvegi (1), samanborið við sama mánuð árið áður, og slegið var nýtt umferðarmet með rúmlega 70.000 bílum að jafnaði á dag. Mestu aukninguna má sjá á Vesturlandi (6,0%) og höfuðborgarsvæðinu (4,3%), en minnst á Norðurlandi (0,7%). Mýrdalssandur sýndi mesta aukningu (14,9%), en einungis Mývatnsöræfi sýndu samdrátt (4,3%).
Milli mánaða 2024 og 2025
Í nýliðnum janúar jókst umferðin um 4,2% yfir 16 lykilteljara á Hringvegi (1), borið saman við sama mánuð á síðasta ári. Þar með var slegið nýtt umferðarmet í janúar, yfir umrædd mælisnið, en alls fóru rúmlega 70 þúsund (ökutæki/sólarhring) að jafnaði yfir mælisniðin 16 en tæplega 68 þús (ökutæki/sólarhring) fóru um þessi sömu snið í janúar á síðasta ári.
Árleg meðaltalsaukning í janúar, frá upphafi samantektar, er 3,3%, svo núverandi aukning er vel yfir meðaltali.
Mestu munar um að umferð jókst um 6,0% yfir mælisnið á Vesturlandi og 4,3% á og í grennd við höfuðborgarsvæðið. Öll svæði sýndu aukningu en minnst jókst umferð um Norðurland, eða um 0,7%.
Af einstaka mælisniðum sýndi mælisnið á Mýrdalssandi mesta aukningu eða 14,9% en aðeins eitt snið sýndi samdrátt en það var á Mývatnsöræfum eða 4,3% samdrátt.
Samantektartafla nr. 3 | |||||
2025/2024 | 2024/2023 | ||||
Milli janúar mánaða | Uppsafnað frá áramótum | Milli janúar mánaða | Uppsafnað frá áramótum | ||
Landssvæði | |||||
Suðurland | 3,9% | 3,9% | 7,4% | 7,4% | |
Höfuðborgarsvæðið | 4,3% | 4,3% | 5,2% | 5,2% | |
Vesturland | 6,0% | 6,0% | 6,8% | 6,8% | |
Norðurland | 0,7% | 0,7% | 8,6% | 8,6% | |
Austurland | 2,9% | 2,9% | 0,4% | 0,4% | |
Samtals (vegið) | 4,2% | 8,6% | 5,9% | 5,9% |
Umferð eftir vikudögum
Á milli ára mældist aukning í umferð alla vikudaga, fyrir utan föstudaga, en mest jókst umferð á mánudögum eða um 10% en 1,6% samdráttur varð í umferð á föstudögum.
Mest var ekið á föstudögum en minnst á laugardögum.