8. október 2024
Umferð eykst enn

Umferðin á Hringvegi jókst um 4,5 prósent í nýliðnum september mánuði miðað við sama mánuð fyrir ári. Slegið var nýtt met i mánuðinum en þessi aukning er nokkuð yfir meðaltalsaukningu síðustu ára. Nú er útlit fyrir að umferðin í ár á Hringveginum aukist um 3,2 prósent.

Milli mánaða
Umferðin, yfir 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi í nýliðnum september,  jókst um 4,5% borið saman við sama mánuð á síðasta ári. Þar með var slegið nýtt umferðarmet í september mánuði á Hringveginum, en alls fóru að jafnaði rúmlega 109 þúsund ökutæki á sólarhring samtals yfir mælisniðin 16, en tæplega 105 þúsund ökutæki ðá sólarhring fóru um þessi sömu snið á síðasta ári.  Árleg meðaltalsaukning í september er 3,6%, svo núverandi aukning er vel yfir meðaltali.

Mestu munar um að umferð jókst um 7,3% yfir mælisnið á Suðurlandi og um 4,5% yfir snið á og í grennd við höfuðborgarsvæðið.  Öll svæði sýndu aukningu en minnst jókst umferð um Austurland eða 0,5%.

Af einstaka stöðum, sýndi mælisnið á Geithálsi mesta aukningu eða 8,6% en mælisnið á Fagradal sýndi 3,1% samdrátt.

Samanburðartafla september

 

Uppsöfnuð umferð, frá áramótum
Nú hefur umferðin aukist um 3,5%, frá áramótum, borið saman við sama tímabil á síðasta ári.  Þó þessi aukning sé í ,,góðu“ meðallagi er hún engu að síður sú minnsta frá árinu 2020 (sem var óvanalegt ár vegna Covid-19).

Umferð eftir vikudögum
Frá áramótum hefur umferð aukist hlutfallslega mest á sunnudögum en minnst á miðvikudögum.  Mest er ekið á föstudögum en minnst á laugardögum.

Horfur út árið 2024
Að loknum september mánuði hafa horfur út árið aukist, frá því í ágúst uppgjöri, en nú gæti stefnt í 3% aukningu. Gangi sú spá eftir yrði aukningin rétt undir meðallagi, sem er 3,2%.

Umferðin samanlagt

Umferðin samanlagt

Umferðin hlutfallsleg

Umferðin hlutfallsleg