11. júní 2025
Umferð­in eykst í maí á höfuð­borgar­svæð­inu

Umferðin eykst í maí á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í maí jókst um 2,4 prósent og nú er útlit fyrir að umferðin um lykilmælisniðin þrjú aukist um 3,5 prósent í ár. Þannig að þrátt fyrir samdrátt í apríl og óbreytta umferð í febrúar er nú útlit fyrir áframhaldandi stöðuga aukningu umferðar, rétt eins og á Hringveginum.

Milli mánaða 2024 og 2025
Umferðin, yfir þrjú lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu, reyndist 2,4% meiri en hún var í sama mánuði á síðasta ári.  Mest jókst umferð um mælisnið á Vesturlandsvegi, ofan Ártúnsbrekku, eða um 3,5%.

Umferð frá áramótum
Nú hefur umferð aukist um 2,1%, frá áramótum, sé miðað við sama tímabil á síðasta ári.

Umferð vikudaga
Mest var ekið á föstudögum, í nýliðnum mánuði, og minnst á sunnudögum. Mest jókst umferð á mánudögum.

Horfur út árið 2025
Nú stefnir í að umferð geti aukist um 3,5% miðað við síðasta ár.  Búist er við mestri aukningu um mælisnið á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk.

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í maí - hlutfall

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í maí - hlutfall

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í maí - samanlagt

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í maí - samanlagt