4. september 2024
Mjög dregur úr aukn­ingu umferðar á Hring­vegi

Umferðin á Hringveginum í ágúst reyndist 0,7 prósentum meiri en í sama mánuði fyrir ári. Þetta er mun minni aukning en verið hefur alla jafna síðustu misseri. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem umferð eykst takmarkað eða dregur úr henni. Reikna má með að umferðin aukist í ár svipað og að meðaltali og jafnvel undir meðaltalinu ef þessi þróun heldur áfram.

Milli mánaða
Umferð jókst einungis um 0,7% milli ágúst mánaða 2023 og 2024. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð, sem sýnir mjög litla aukningu eða samdrátt.

Meðal umferðaraukning í ágúst milli áranna 2005 og 2023 er 3,3% þ.a.l. er núverandi aukning tæplega 5 sinnum minni en í meðalári.  Af þessu má draga þá ályktun að umsvif í þjóðfélaginu séu að minnka.  Ef tafla hér að neðan er skoðuð þá sést að umferð eykst einungis í tveimur svæðum af fimm. Suðurland er rétt um landsmeðaltal og við höfuðborgarsvæðið undir.

Þar sem umferðin í ágúst 2023 var met umferð, leiðir núverandi aukning sjálfkrafa til þess að sett var nýtt met í ágústumferð,  yfir mælisniðin 16.

Umferð frá áramótum
Nú hefur uppsöfnuð umferð aukist um 3,4%, frá áramótum, miðað við sama tímabil á síðasta ári.

Það eru fyrst og fremst tvö landssvæði sem halda þessari aukningu uppi, en það eru Suðurland og höfuðborgarsvæðið. Vesturland er rétt yfir núlli.

Umferð eftir vikudögum
Mest er ekið á föstudögum og minnst á laugardögum, þegar uppsöfnuð umferð frá áramótum er skoðuð.

Umferð hefur að jafnaði aukist um 4,1%, um helgar, en um 3% á virkum dögum frá áramótum.

Horfur út árið 2024
Þegar átta mánuðir eru liðnir af árinu, ásamt umferðarmestu mánuðum ársins (júní, júlí og ágúst), lítur út fyrir það að umferðin geti aukist um 2,7% nú í ár miðað við síðasta ár, hegði umferðin sér líkt og í venjulegu árferði það sem eftir lifir árs.  Síðustu þrír mánuðir ásamt hagvaxtaspám gefa þó ákveðna vísbendingu um að sú aukning gæti allt eins orðið minni þegar upp er staðið.

Til samanburðar hefur samtalsumferð um mælisniðin 16 aukist árlega um 3,2%, milli áranna 2005 til 2023. Svo nú eru miklar líkur á því að umferðaraukningin, í ár verði undir meðallagi.