3. apríl 2025
Umferð milli mánaða 2024 og 2025

Annan mánuðinn í röð mælist samdráttur í umferð um Hringveginn en í nýliðnum mánuði dróst umferð saman um 1,6%, ef marka má 16 lykilteljara Vegagerðarinnar, borið saman við sama mánuð á síðasta ári.

Umferð dróst saman á þremur landssvæðum, eða á Suðurlandi um 8,1%, Vesturlandi um 2,7% og Austurlandi um 2,9%.  Umferð jókst hins vegar aðeins um teljara í grennd við hbsvæðið eða um 0,3% og Norðurland um 3,4%.

Mest dróst umferð saman um mælisnið á Hellisheiði eða um 9,1%, sem er afar óhefðbundið.  Umferð jókst hins vegar mest um mælisnið á Möðrudalsöræfum um 11,4%.

 

Uppsafnað frá áramótum

Núna hefur umferð nánast staðið í stað, frá áramótum, en hún hefur aðeins aukist um 0,3%, borið saman við sama tímabil á síðasta ári. Mestu munar þar um að umferð á Suðurlandi hefur dregist saman um 3,5% frá áramótum borið saman við sama tímabil á síðasta ári.  Uppsöfnuð umferð hefur aukist mest um Norðurland eða um 2,5%.

 

Umferð eftir vikudögum

Frá áramótum hefur mest verið ekið á föstudögum en minnst á laugardögum.

Umferð hefur aukist hlutfallslega mest á föstudögum eða um 6%  en tæplega 5% samdráttur mælist í umferð á miðvikudögum.  Umferð dróst saman í fjórum vikudögum eða miðviku-, fimmtu-, laugar- og sunnudögum.

Samantektartafla nr. 3
2025/2024 2024/2023
Milli mars mánaða Uppsafnað frá áramótum Milli mars mánaða Uppsafnað frá áramótum
Landssvæði
Suðurland -8,1% -3,5% 16,9% 14,9%
Höfuðborgarsvæðið 0,3% 0,8% 4,5% 7,2%
Vesturland -2,7% 1,6% 7,2% 7,4%
Norðurland 3,4% 2,5% 12,7% 8,7%
Austurland -2,9% -0,5% 21,4% 8,6%
Samtals (vegið) -1,6% 0,3% 8,0% 8,6%

 

Ath. allar umferðartölur eru grófrýndar, sem gætu því tekið breytingum við endanlega yfirferð í byrjun næsta árs.

Slóð inn á talnaefni