16. september 2024
Umferð eykst á höfuð­borgar­svæð­inu en ekki jafn hratt og fyrir ári

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í ágúst jókst um tæp þrjú prósent sem er u.þ.b. meðaltalsaukning. Umferðin það sem af er ári hefur aukist minna en á sama tíma og í fyrra. Nú lítur út fyrir að umferðin á svæðinu í ár aukist um 3,3, en heldur dregur úr umferðaraukningu frá því í fyrra.

Milli mánaða 2023 og 2024
Umferð yfir þrjú lykil mælisnið Vegagerðarinnar, á höfuðborgarsvæðin, jókst um 2,9% í ágúst borið saman við sama mánuð á síðasta ári.  Þessi aukning er rétt rúmlega meðaltalsaukning umferðar í ágúst mánuði frá árinu 2005, sem er um 2,4%.

Með þessari aukningu var sett nýtt umferðarmet, í ágúst mánuði, en alls fóru um rúmlega 185 þúsund ökutæki á sólarhring yfir mælisniðin þrjú.

Mest jókst umferð yfir mælisnið á Hafnarfjarðarvegi eða um 5,6% en minnst yfir mælisnið á Vesturlandsvegi eða um 1,1%.

Umferð frá áramótum
Nú hefur uppsöfnuð umferð, frá áramótum, aukist um 3,5%, sem er einu og hálfu prósentustigi minna en á sama tíma á síðasta ári.

Umferð eftir vikudögum
Í nýliðnum mánuði var mest ekið á fimmtudögum og minnst á sunnudögum.

Horfur út árið 2024
Það virðist hægt og rólega draga úr þeirri umferðaraukningu, sem búast mátti mið í upphafi árs. Núna stefnir í að umferðin aukist um 3,3%, ef hún hegðar sér svipað og í meðalári, það sem eftir lifir árs.

Tölfræði höfuðborgarsvæðið ágúst 2024

Tölfræði höfuðborgarsvæðið ágúst 2024

Tölfræði höfuðborgarsvæðið ágúst 2024

Tölfræði höfuðborgarsvæðið ágúst 2024