Um Gufu­dals­sveit

  • TegundVegir
  • StaðaFramkvæmd hafin
  • Verktími2020–2027
  • Markmið
      Greiðar samgöngurJákvæð byggðaþróunÖruggar samgöngur
  • Heimsmarkmið
      8. Góð atvinna og hagvöxtur9. Nýsköpun og uppbygging
  • Flokkar
      VegstyttingBrúBundið slitlag
  • Svæði
    • Vestfirðir

Framkvæmdin er við veginn milli Bjarkarlundar og Skálaness við norðanverðan Breiðafjörð. Bundið slitlag á stofnveg, bætt umferðaröryggi, tenging byggða.

Markmið framkvæmdanna er að bæta samgöngur um Vestfirði með því að tryggja áreiðanlegar og öruggar samgöngur um Vestfjarðaveg

Samtals 25,8 km langur vegur í nýbyggingu. Fækkun einbreiðra brúa um 4. Stytting á leið 21,6 km.

Kort af framkvæmdastöðum


Tengd útboð


Myndband af framkvæmdum


Vöktun á Gufudalssveit

Vegagerðin hefur hafið framkvæmdir á Vestfjarðarvegi (60) milli Bjarkalundar og Skálaness. Í framkvæmdaleyfinu setur Reykhólahreppur fram skilmála varðandi framkvæmd, mótvægisaðgerðir, vöktun og frágang. Þar er Vegagerðinni m.a. skylt að grípa til skilgreindra mótvægisaðgerða eins og þeim er lýst í 8. kafla matsskýrslu framkvæmdarinnar og draga eins og kostur er úr raski á svæðum og náttúruminjum sem njóta sérstaka verndar. Fjallað er um endurheimt birkiskóga, leiru, staðargróður og votlendis, sett skilyrði um samráðsáætlun vegna aðgerða um endurheimt votlendis og náttúruminja. Einnig er fjalla um fuglatalningar, fiskungviðis rannsóknir, fornleifarannsóknir o.fl.

Til að gæta þess að öllum skilyrðum sé fyllt hefur Náttúrustofa Vestfjarða útbúið vöktunaráætlun þar sem grunnrannsóknir, endurheimta aðgerðir og áætlun á vöktun einstakra þátta er lýst. Gert er ráð fyrir að vakta einstaka þætti þar til 10 árum eftir að framkvæmdum líkur og munu því reglulega bætast við gögn og rannsóknir þessu tengt. Hér hægt að sjá kortasjá þar sem finna má ýmsar upplýsingar sem tengjast þessum rannsóknum t.d. gróðurþekjur og fornleifar.


Tengdar fréttir