Dýra­fjarðar­göng

  • TegundVegir
  • StaðaFramkvæmd lokið
  • Verktími2020–2024
  • Markmið
      Greiðar samgöngurÖruggar samgöngurUmhverfislega sjálfbærar samgöngur
  • Heimsmarkmið
      8. Góð atvinna og hagvöxtur9. Nýsköpun og uppbygging
  • Flokkar
      JarðgögnVegstytting
  • Svæði
    • Vestfirðir

Verkið hófst árið 2017. Framkvæmdin felur í sér lagningu nýs vegar og nýrra ganga á milli Mjólkár í Arnarfirði að Dýrafjarðarbrú í Dýrafirði. Samtals 13,7 km langt vegstæði. Stytting á Vestfjarðarvegi verður 27,4 km.

Dýrafjarðargöng voru opnuð þann 25. október 2020. Jarðgöngin eru um 5,6 km löng. Börn úr Grunnskólanum á Þingeyri fóru fyrst í gegnum göngin en með þeim í för var Gunnar Gísli Sigurðsson sem mokað hefur Hrafnseyrarheiði í nærri hálfa öld.

Myndband um Dýrafjarðargöng

Í myndbandinu er rætt við Gísla Eiríksson. Gísli sagði Dýrafjarðargöng afar kærkomin fyrir Vestfirðinga enda hafi mörg vandamál leitt af því að hafa ekki almennilegan veg á milli norðanverðra og sunnanverðra Vestfjarða.


Tengd útboð