Opnun tilboða 24. nóvember 2020. Hafnir Ísafjarðarbæjar óskuðu eftir tilboðum í gerð um 460 metra langs fyrirstöðugarðs við Sundabakka.
Helstu magntölur:
· Upptekt og endurnýting grjóts og sprengds kjarna 10.000 m³.
· Útlögn grjóts og sprengds kjarna um 11.200 m3.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. apríl 2021.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
JG vélar ehf., Reykjavík | 63.291.000 | 144,2 | 25.269.230 |
Terra Umhverfisþjónusta hf., Hafnarfirði | 61.166.015 | 139,4 | 23.144.245 |
Keyrt og mokað ehf., Þingeyri | 60.470.740 | 137,8 | 22.448.970 |
Grjótverk, Ísafirði | 47.476.000 | 108,2 | 9.454.230 |
Áætlaður verktakakostnaður | 43.888.000 | 100,0 | 5.866.230 |
Kubbur ehf, Ísafirði | 42.477.000 | 96,8 | 4.455.230 |
Tígur ehf., Súðavík | 38.021.770 | 86,6 | 0 |