Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við Sundabakka í Ísafjarðarhöfn.
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. september 2024.
Útboðsgögnin eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 17 apríl 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 2. maí 2023
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og heildartilboðsfjárhæðir.
Helstu verkþættir |
Steypa upp 2 stk. rafbúnaðarhús og 4 stk. stöpla undir ljósamöstur, 4 stk. tengibrunnafyrir tengla og vatnshana og 2 stk. tengibrunna fyrir skipatengingar. |
Leggja ídráttarrör fyrir rafmagn. |
Leggja vatnslögn og koma fyrir vatnsbrunnum. |
Grófjafna yfirborð og þjappa, fínjafna síðan undir steypu. |
Slá upp mótum, járnbinda og steypa þekju, alls um 6.300 m² |
Opnun tilboða 2. maí 2023. Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar óskaði eftir tilboðum í framkvæmdir við Sundabakka í Ísafjarðarhöfn.
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. september 2024.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Stapafell verktakar ehf., Garðabæ | 375.142.800 | 134,1 | 111.148.820 |
Búaðstoð ehf., Ísafirði | 349.538.800 | 125,0 | 85.544.820 |
Keyrt og mokað ehf., Þingeyri | 283.945.020 | 101,5 | 19.951.040 |
Áætlaður verktakakostnaður | 279.703.080 | 100,0 | 15.709.100 |
Geirnaglinn ehf., Ísafirði | 263.993.980 | 94,4 | 0 |