Dynj­andis­heiði

  • TegundVegir
  • StaðaFramkvæmd hafin
  • Verktími2020–2026
  • Markmið
      Greiðar samgöngurÖruggar samgöngurJákvæð byggðaþróun
  • Heimsmarkmið
      8. Góð atvinna og hagvöxtur9. Nýsköpun og uppbygging
  • Flokkar
      VegstyttingBrúBundið slitlag
  • Svæði
    • Vestfirðir

Vegagerðin endurbyggir og leggur nýjan Vestfjarðaveg yfir Dynjandisheiði sem nær frá Hörgsnesi í Vatnsfirði og langleiðina að Mjólkárvirkjun í Borgarfirði. Vegna skipulagsmála og leiðarvals var fyrst horft á leiðina frá Flókalundi að Mjólkárvirkjun ásamt tengingu við Bíldudalsveg, um 33 km leið.

 

Tengd útboð

Um framkvæmdina

Samtals 35,2 km langur vegur í nýbyggingu. Fækkun einbreiðra brúa um 8. Stytting á leið 2 km.

 

  • Áfangi 1: Verkið skiptist í tvo kafla. 7,7 km langur kafli við Þverdalsá og hins vegar um 4,3 km langur kafli fyrir Meðalnes. Framkvæmdir á árunum 2020-2022. Einnig bættust við 650 m af Bíldudalsvegi og 1 km kafli frá Pennu niður að Flókalundi verður lagfærður haustið 2022.
  • Áfangi 2: Norðdalsá-Þverá. Nýbygging Vestfjarðavegar á um 12,6 km löngum kafla. Verkið boðið út í júní 2022 og áætluð verklok 2024.
  • Áfangi 3: Þverá-Búðavík. Nýbygging Vestfjarðavegar á um 7,1 km löngum kafla. Áætlaður framkvæmdatími á árunum 2023-2025 háð fjárveitingum á samgönguáætlun.

Verkframvinda

Verkframvinda 2021: Upphaflegu útboðsverki var að mestu lokið en ekki náðist að ljúka seinna lagi klæðingar og ýmsum frágangi sem færist á næsta ár. Þessu til viðbótar var bætt við um 2,4 km á kaflanum við Þverdalsvatn upp fyrir vegamót við Bíldudalsveg. 

Verkframvinda 2020: Matsskýrsla vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og Bíldudalsvegar var lögð fram í mars 2020 og skilaði Skipulagsstofnun áliti í júlí 2020. Fyrsti áfangi vegar um Dynjandisheiði sem er annars vegar um 5,7 km langur kafli við Þverdalsá (vegkafli 60-35) og hins vegar um 4,3 km langur kafli fyrir Meðalnes (vegkafli 60-38) var boðinn út í júlí. Framkvæmdir hófust síðan í byrjun október 2020. Áfram var unnið að hönnun og undirbúningi fyrir næstu áfanga. 

 


Kort af framkvæmdastöðum


Framkvæmdasvæði - Vestfjarðarvegur - Dynjandisheiði

Framkvæmdasvæði - Vestfjarðarvegur - Dynjandisheiði


Myndband af framkvæmdum


Mat á umhverfisáhrifum


Fréttir