Vegagerðin óskar eftir tilboðum í eftirlit og ráðgjöf með útboðsverkinu Vestfjarðavegur (60) Um Dynjandisheiði, áfangi 2. Verkið felur í sér nýbyggingu Vestfjarðarvegar á um 12,6 km kafla. Vegurinn er að mestu byggður í nýju vegsvæði en að hluta í núverandi vegsvæði.
Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.
Verklok framkvæmdarinnar eru áætluð í 15. júlí 2024.
Útboðsgögn eru aðgengileg og afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með föstudeginum 3. mars 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 18. apríl 2023*.
Ekki verður haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu. Föstudaginn 21. apríl 2023 verður bjóðendum tilkynnt stigagjöf í hæfnisvali og verðtilboð hæfra bjóðenda.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
*Við birtingu auglýsingarinnar var tilboðsfrestur til 4. apríl 2023. Ákveðið hefur verið að lengja tilboðsfrestinn til 18. apríl og breytast aðrar lykildagsetningar útboðsins í samræmi við það.
Vegagerðin óskaði eftir tilboðum í eftirlit og ráðgjöf með útboðsverkinu Vestfjarðavegur (60) Um Dynjandisheiði, áfangi 2. Verkið felur í sér nýbyggingu Vestfjarðarvegar á um 12,6 km kafla. Vegurinn er að mestu byggður í nýju vegsvæði en að hluta í núverandi vegsvæði. Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.
Við lok tilboðsfrest þann 18. apríl 2023 var bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu. Eftirtaldir lögðu fram tilboð:
Verkis hf., Reykjavík
Föstudaginn 21. apríl 2023 verður bjóðendum tilkynnt stigagjöf í hæfnisvali og verðtilboð hæfra bjóðenda.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Verkís hf., Reykjavík | 54.000.000 | 120,0 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 45.000.000 | 100,0 | 9.000.000 |