Útboðsnúmer 22-068
Vest­fjarða­vegur (60) um Dynj­andis­heiði, 2. áfangi (EES)

2 júní 2022Útboðsauglýsing

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í nýbyggingu Vestfjarðavegar á um 12,6 km kafla. Vegurinn er að mestu leyti byggður í nýju vegstæði en að hluta til í núverandi vegstæði. Inn í verkinu er einnig gerð námuvegar að námu í Trölladal og gerð tveggja áningarstaða.

Helstu magntölur eru
Bergskering í vegsvæði
495.200 m3
Bergskering í námu 
22.600 m3
Fyllingar úr skeringum
509.400 m3
Fláafleygar úr skeringum    
220.500 m3
Ræsalögn
1.250 m
Styrktarlag    
57.500 m3
Burðarlag
24.000 m3
Klæðing
106.400 m2
Vegrið
1.660 m

Verkinu skal að fullu lokið 15. júlí 2024.

 

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 5. júlí 2022.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.


5 júlí 2022Opnun tilboða

Opnun tilboða 5. júlí 2022. Nýbygging Vestfjarðavegar á um 12,6 km kafla. Vegurinn er að mestu leyti byggður í nýju vegstæði en að hluta til í núverandi vegstæði. Inn í verkinu er einnig gerð námuvegar að námu í Trölladal og gerð tveggja áningarstaða.

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Borgarverk ehf., Borgarnesi
2.993.687.000
124,1
539.140.000
Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík
2.652.498.046
110,0
197.951.046
Suðurverk hf., Kópavogur
2.454.547.000
101,8
0
Áætlaður verktakakostnaður
2.412.173.000
100,0
42.374.000

17 ágúst 2022Samningum lokið

Suðurverk hf.,Kópavogur
kt. 5208850219