Krýsu­víkur­vegur-Hvassa­hraun

  • TegundVegir
  • StaðaFramkvæmd hafin
  • Verktími2023–2026
  • Markmið
      Greiðar samgöngur
  • Heimsmarkmið
      8. Góð atvinna og hagvöxtur9. Nýsköpun og uppbygging11. Sjálfbærar borgir og samfélög
  • Flokkar
      Aðskilnaður akstursstefnuFjárfestingarátak
  • Svæði
    • Höfuðborgarsvæðið

Vegagerðin áformar að breikka Reykjanesbraut (41-15) í Hafnafirði, frá Krýsuvíkurvegi að enda fjögurra akreina brautarinnar á Hrauni vestan Straumsvíkur. Lengd vegkaflans er um 5,6 km og er þetta eini kaflinn á Reykjanesbraut, frá Ásbraut í Hafnarfirði að Njarðvík, sem ekki hefur verið breikkaður.

Áformað er að breikka veginn í 2+2 aðskildar akreinar, breyta mislægum vegamótum við álverið í Straumsvík, ISAL, útbúa vegtengingar að Straumi og Álhellu, byggja mislæg vegamót við Rauðamel og útbúa vegtengingu að Straumsvíkurhöfn og dælu- og hreinsistöð austan Straumsvíkur með undirgöngum. Einnig er áformað að byggja undirgöng fyrir gangandi og hjólandi rétt austan við álverið sem og eftirlitsstaði fyrir umferðareftirlit beggja megin Reykjanesbrautar, austan við Straumsvík.