Vegagerðin óskar eftir tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Einnig er inni í verkinu bygging fimm brúarmannvirkja og einna undirganga úr stáli. Verk þetta er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna.
Vegagerð | Magn |
Bergskeringar | 192.000 m3 |
Fyllingar | 131.100 m3 |
Fláafleygar | 38.400 m3 |
Ofanvatnsræsi, steypt | 1.240 m |
Brunnar | 15 stk. |
Niðurfallsbrunnar og ristar | 30 stk. |
Hliðarniðurföll | 47 stk. |
Styrktarlag | 54.700 m3 |
Burðarlag, óbundið | 28.200 m3 |
Malbik | 242.300 m2 |
Kantsteinn | 1.200 m |
Vegrið | 11.360 m |
Götulýsing, skurður | 14.380 m |
Götulýsing, strengur, lagning | 18.430 m |
Götulýsing, uppsetning ljósastaura | 422 stk. |
Yfirborðsmerkingar, línur | 35.100 m |
Mannvirki | Magn |
Fylling | 3.780 m3 |
Stálplöturæsi | 56 m |
Bergskeringar | 10.130 m3 |
Bergboltar | 176 stk |
Mótafletir | 4.790 m2 |
Járnalögn | 233.300 kg |
Uppspennukaplar | 13.680 kg |
Steypa | 1.824 m3 |
Vatnsvarnarlag | 1.595 m2 |
Veitufyrirtæki | Magn |
Gröftur | 5.600 m3 |
Fylling (söndun) | 2.800 m3 |
Losun á klöpp í skurðum | 4.500 m3 |
Fráveitulögn, 600 mm | 178 m |
Holræsabrunnur | 3 stk. |
Vatnsveitulagnir | 1.310 m |
Ídráttarrör | 1.801 m |
Strengir | 1.490 m |
Jarðvír | 1.045 m |
Fjarskiptalangir | 4.985 m |
Verkinu skal að fullu lokið 30. júní 2026.
Útboðsgögn eru aðgengileg og afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með sunnudeginum 5. mars 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 5. apríl 2023.
Ekki verður haldin sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Opnun tilboða 5. apríl 2023. Tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Einnig er inni í verkinu bygging fimm brúarmannvirkja og einna undirganga úr stáli. Verk þetta er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna.
Verkinu skal að fullu lokið 30. júní 2026.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Ístak hf., Mosfellsbær | 5.137.962.664 | 102,1 | 1.160.528.404 |
Áætlaður verktakakostnaður | 5.033.746.194 | 100,0 | 1.056.311.934 |
Suðurverk hf. og Loftorka Reykjavík ehf. | 4.294.280.879 | 85,3 | 316.846.619 |
Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík | 3.977.434.260 | 79,0 | 0 |