Útboðsnúmer 20-043
Reykja­nesbraut (41) Krýsu­víkur­vegur – Hvassa­hraun, hönn­un

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst júní 2020
    • 2Opnun tilboða ágúst 2020
    • 3Samningum lokið september 2020

25. júní 2020Útboðsauglýsing

Vegagerðin, óskar eftir tilboði í mat á umhverfisáhrifum, for- og verkhönnun fyrir breikkun Reykjanesbrautar (41), frá núverandi mislægum gatnamótum við Krýsuvíkurveg að enda fjögurra akreina brautar vestan Straumsvíkur í Hvassahrauni.  Á vegkaflanum skal breikka núverandi Reykjanesbraut til suðurs, hanna ein mislæg gatnamót, ein undirgöng fyrir gangandi og hjólandi umferð, vegtengingu að Straumi og vegtengingu að skolpdælustöð austan Straumsvíkur.  Lengd vegkafla Reykjanesbrautar  er um 5,6 km.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.

Verkinu skal lokið 1. febrúar 2022.

Útboðsgögn eru aðgengileg og afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með 25. júní 2020  og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 22. júlí 2020.

Ekki verður haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu.  11. ágúst 2020 verður bjóðendum tilkynnt stigagjöf í hæfnisvali og verðtilboð hæfra bjóðenda.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.


11. ágúst 2020Opnun tilboða

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og bar bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.

Eftir lok tilboðsfrests, 22. júlí 2020, var bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu.  Þann 11. ágúst 2020 var verðtilboð hæfra bjóðenda opnað. Allir bjóðendur uppfylltu hæfisskilyrði útboðsins og stóðust hæfnimat.

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Hnit verkfræðistofa hf., Reykjavík
102.411.855
120,7
26.235.855
Verkís hf., Reykjavík
97.469.457
114,9
21.293.457
VSÓ ráðgjöf, ehf., Reykjavík
94.782.210
111,7
18.606.210
Efla hf, Reykjavík
93.745.561
110,5
17.569.561
Áætlaður verktakakostnaður
84.825.000
100,0
8.649.000
Mannvit hf, Kópavogur
76.176.000
89,8
0

3. september 2020Samningum lokið

Mannvit hf, Kópavogur
kt. 4305720169