Kinnar­stað­ir – Þóris­stað­ir (Þverun Þorska­fjarð­ar)

  • TegundVegir
  • StaðaFramkvæmd lokið
  • Verktími2021–2024
  • Markmið
      Greiðar samgöngurJákvæð byggðaþróunÖruggar samgöngur
  • Heimsmarkmið
      8. Góð atvinna og hagvöxtur
  • Flokkar
      BrúBundið slitlagVegstytting
  • Svæði
    • Vestfirðir

Nýja brúin er 260 m löng, tvíbreið, staðsteypt, eftirspennt bitabrú í sex höfum. Auk hennar voru gerðar vegfyllingar á 2,7 km kafla. Verklok voru áætluð í lok júní 2024 og var framkvæmdin því langt á undan áætlun en verklok voru í október 2023. Með nýrri brú lagðist af um 10 km kafli á núverandi Vestfjarðarvegi ásamt einbreiðri brú á Þorskafjarðará frá árinu 1981. Framkvæmdirnar eru hluti af stærra verkefni í Gufudalssveit sem er vegagerð um Teigsskóg ásamt þverunum á Djúpafirði og Gufufirði.

 

Tengd útboð

Um verkið

Nýja brúin er 260 m löng, tvíbreið, staðsteypt, eftirspennt bitabrú í sex höfum. Auk hennar voru gerðar vegfyllingar á 2,7 km kafla. Verklok voru áætluð í lok júní 2024 og er framkvæmdin því langt á undan áætlun. Með nýrri brú leggst af um 10 km kafli á núverandi Vestfjarðarvegi ásamt einbreiðri brú á Þorskafjarðará frá árinu 1981. Framkvæmdirnar eru hluti af stærra verkefni í Gufudalssveit sem er vegagerð um Teigsskóg ásamt þverunum á Djúpafirði og Gufufirði.

Tengd verk sem einnig er áætlað að ljúki á árinu 2023 eru:

Við lok þessara framkvæmda þarf ekki lengur að aka um Hjallaháls sem er í 336 metra hæð.  Þegar öllum framkvæmdum við Vestfjarðaveg í Gufudalssveit verður lokið verður heildarstytting vegarins um 22 km, þ.e. þegar lokið hefur verið við að þvera Gufufjörð og Djúpafjörð. Aksturstími styttist um 30 mínútur.