Um Skógar­strönd

  • TegundVegir
  • StaðaFramkvæmd hafin
  • Verktími2020–2024
  • Markmið
      Greiðar samgöngurJákvæð byggðaþróun
  • Heimsmarkmið
      8. Góð atvinna og hagvöxtur9. Nýsköpun og uppbygging
  • Flokkar
      BrúBundið slitlagFjárfestingarátakUndirbúningur
  • Svæði
    • Vesturland

Unnið er við lagfæringar á ýmsum stöðum á veginum um Skógarströnd á ár­unum 2027–2028 og á 2. og 3. tímabili áætlunarinnar. Vegurinn er nú malarvegur og á honum eru sjö einbreiðar brýr. Verkið felst í endurbyggingu Snæfellsnesvegar á um 5,4 km kafla. Innifalið í verkinu er bygging tveggja brúa á Skraumu og Dunká. Vegurinn er að mestu endurbyggður í vegstæði núverandi vegar með nokkrum lagfæringum.

Tengd útboð


Framkvæmdakort


Verkframvinda

Verkframvinda 2017
Unnið að frumdrögum að nýjum vegi frá Hörðudalsá að Bíldhóli.

Verkframvinda 2018:
Unnið við hönnun og undirbúning.

Verkframvinda 2019:
Tilboð voru opnuð í verkið 12. júní, verktaki byrjaði á verkinu 25. september og var ræsagerð, undirbygging ásamt vinnslu á styrktarog burðarlagi kláruð á árinu.

Verkframvinda 2020:
Verktaki keyrði út styrktarlagi í janúar, fór síðan í vetrarfrí og mættur aftur í júní Vinna við frágang
á fláum og undirbúning á útlögn burðarlags fyrir klæðingu. Klætt var neðra lag í endaðan júní. Þann 21. júlí var samið við verktakann um viðbótarverk nr. 01 framhald á verkinu, um 1,0 km og hófst það síðsumars eða í október. Unnið við undirbygginu og frágang fláa. Verkið fór í vetrarfrí í desember.

Verkframvinda 2021:
Lagt var út burðarlag á framlengingu verksins ásamt því að klæða neðra lag á framlengingu. Þá var efra lag klæðingar
lagt á veginn í heild og lokið við frágang fláa og vegskeringa.

Verktaki: Borgarverk ehf.

 

 


Um framkvæmdina

Vegagerðin og Borgarverk skrifuðu undir samning um framkvæmd við verkið Snæfellsnesvegur (54), Ketilsstaðir – Gunnarsstaðir. Verkið felst í endurbyggingu Snæfellsnesvegar á um 5,4 km kafla. Innifalið í verkinu er bygging tveggja brúa á Skraumu og Dunká.

Vegurinn er að mestu endurbyggður í vegstæði núverandi vegar með nokkrum lagfæringum.

Brúin á Skraumu verður 43 m löng í þremur höfum, byggð upp af samverkandi stálbitum og steyptu brúardekki. Milliundirstöður eru tvær hallandi stálsúlur í hvorri undirstöðulínu með stífandi krossum á milli.

Brúin á Dunká verður 52 m löng staðsteypt uppspennt plötubrú í tveimur höfum. Milliundirstaðan er lóðrétt staðsteypt súla. Hún munu standa á steyptri undirstöðu sem grunduð er á klöpp vestan megin við megin rennsli árinnar, þar sem klöpp liggur ofan árfarvegarins.

Gert er ráð fyrir að í flóðum eða klakahlaupum geti vatn og ís náð upp á súlur brúanna án þess að valda skaða.


Framkvæmdasvæðið nær frá Ketilsstöðum að Gunnarsstöðum.

Framkvæmdasvæðið nær frá Ketilsstöðum að Gunnarsstöðum.

Pálmi Þór Sævarsson svæðisstjóri Vestursvæðis Vegagerðarinnar og Óskar Sigvaldason framkvæmdastjóri Borgarverks ehf. við undirritun samnings.

Pálmi Þór Sævarsson svæðisstjóri Vestursvæðis Vegagerðarinnar og Óskar Sigvaldason framkvæmdastjóri Borgarverks ehf. við undirritun samnings.

Brú yfir Skraumu verður 43 m. löng.

Brú yfir Skraumu verður 43 m. löng.