Varúða­ráðstaf­anir vegna veðurs

Þegar vont veður skellur á þá er gott að vera viðbúinn.

Þar af leiðandi eru eftirfarandi varúðarráðstafanir ráðlagðar

 

  • Tryggið lausamuni: Festið eða fjarlægið garðhúsgögn, grill, hitara og trampólín sem gætu feykst í vindi og valdið skemmdum.
  • Lokið gluggum og dyrum: Gangið úr skugga um að allir gluggar og dyr séu vel lokaðar til að koma í veg fyrir að þær opnist eða brotni.
  • Tryggið þakplötur og annað lauslegt: Athugið að þakplötur, þakrennur og grindverk séu örugglega fest til að koma í veg fyrir að þau losni í vindi.
  • Forðist ferðalög í óveðri: Ef mögulegt er, frestið ferðalögum eða ferðist ekki í óveðrinu. Ef ferðast þarf, fylgist með veðurspám og færð á vegum á umferdin.is

Vont veður getur haft áhrif á vöktun jarðhræringa og viðbragðstíma ef kvikuhlaup eða eldgos verður, þar sem sterkir vindar, slydda og snjókoma geta truflað jarðskjálftamælingar og dregið úr nákvæmni GPS-mælinga á landrisi.

Fylgist með nýjustu veðurspám og viðvörunum og fylgið ráðleggingum yfirvalda til að tryggja öryggi ykkar og annarra.