Útboðsnúmer 16-040
Dýra­fjarðar­göng

9 maí 2016Útboðsauglýsing

Vegagerðin auglýsir eftir þátttakendum í forvali vegna jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, ásamt byggingu tilheyrandi forskála, brúa og vega. Um er að ræða 8,0 m breið, 5,3  km löng jarðgöng í bergi, styrkingu ganga, lagnir og vegyfirborð, raf- og stjórnbúnað þeirra, um 300 m langa steinsteypta vegskála  og um 9,0 km langa vegi utan ganga. Í göngin skal leggja háspennulagnir 33 KV og 66 KV fyrir Orkubú Vestfjarða og Landsnet.

Heiti verkefnisins er:  Dýrafjarðargöng

Helstu magntölur eru:

 

  • Gröftur  jarðganga                                  310.000 m3
  • Sprautusteypa                                           14.000 m3
  • Forskeringar                                              50.000 m3
  • Fylling                                                       500.000 m3

Forvalsgögn verða send í tölvupósti þeim sem óska eftir að taka þátt í forvali frá og með mánudeginum 9. maí 2016. Óskir um forvalsgögn  skal senda á póstfangið olafur.k.kristjansson@vegagerdin.is, með upplýsingum um nafn fyrirtækis, nafn tengiliðar ásamt tölvupóstfangi og símanúmeri.

Forvalsgögn eru á ensku og samskipti á forvalstíma mega vera á ensku, dönsku, sænsku eða norsku, auk íslensku. Útboðsgögn verða á íslensku og öll samskipti á útboðs- og samningstíma verða á íslensku.

Skila skal útfylltum forvalsgögnum í lokuðu umslagi merktu á eftirfarandi hátt til Vegagerðarinnar Borgartúni 7 (móttaka)  í síðasta lagi þriðjudaginn 28. júní  2016.

 

Vegagerðin, móttaka

 

Borgartúni 7

 

105 Reykjavík

 

 Dýrafjarðargöng

 

Forval

 

Einungis gögn sem hafa borist Vegagerðinni þriðjudaginn 28. júní 2016, fyrir lok skrifstofutíma (kl 16:00)  eða eru sannanlega póstlögð fyrir þann tíma eru tekin gild.

Forvalið er einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.


26 janúar 2017Opnun tilboða

Tilboð opnuð 24. janúar 2017. Jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, ásamt byggingu tilheyrandi forskála, brúa og vega. Um er að ræða 8,0 m breið, 5,3  km löng jarðgöng í bergi, styrkingu ganga, lagnir og vegyfirborð, raf- og stjórnbúnað þeirra, um 300 m langa steinsteypta vegskála  og um 9,0 km langa vegi utan ganga. Í göngin skal leggja háspennulagnir 33 KV og 66 KV fyrir Orkubú Vestfjarða og Landsnet.

Helstu magntölur eru:

  • Gröftur  jarðganga                                  310.000 m3
  • Sprautusteypa                                           14.000 m3
  • Forskeringar                                              50.000 m3
  • Fylling                                                       500.000 m3
BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
LNS Saga ehf. og Leonard Nilsen & Sonner AS, Noregi
10.864.569.942
116,6
2.177.361.862
ÍAV hr., Íslandi og Marti Contractors Lth.,Sviss
10.538.589.652
113,1
1.851.381.572
Áætlaður verktakakostnaður
9.316.632.535
100,0
629.424.455
C.M.C di Ravenna, Ítalíu
9.316.632.535
100,0
629.424.455
Ístak hf., Íslandi og Aarsleff, Danmörku
9.322.252.133
100,1
635.044.053
Metrostav a.s., Tékklandi og Suðurverk hf., Íslandi
8.687.208.080
93,2
0

20 apríl 2017Samningum lokið

Metrostav a.s., Tékklandi og Suðurverk hf., Íslandi,, null