Vegagerðin auglýsir eftir þátttakendum í forvali vegna jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, ásamt byggingu tilheyrandi forskála, brúa og vega. Um er að ræða 8,0 m breið, 5,3 km löng jarðgöng í bergi, styrkingu ganga, lagnir og vegyfirborð, raf- og stjórnbúnað þeirra, um 300 m langa steinsteypta vegskála og um 9,0 km langa vegi utan ganga. Í göngin skal leggja háspennulagnir 33 KV og 66 KV fyrir Orkubú Vestfjarða og Landsnet.
Heiti verkefnisins er: Dýrafjarðargöng
Helstu magntölur eru:
Forvalsgögn verða send í tölvupósti þeim sem óska eftir að taka þátt í forvali frá og með mánudeginum 9. maí 2016. Óskir um forvalsgögn skal senda á póstfangið olafur.k.kristjansson@vegagerdin.is, með upplýsingum um nafn fyrirtækis, nafn tengiliðar ásamt tölvupóstfangi og símanúmeri.
Forvalsgögn eru á ensku og samskipti á forvalstíma mega vera á ensku, dönsku, sænsku eða norsku, auk íslensku. Útboðsgögn verða á íslensku og öll samskipti á útboðs- og samningstíma verða á íslensku.
Skila skal útfylltum forvalsgögnum í lokuðu umslagi merktu á eftirfarandi hátt til Vegagerðarinnar Borgartúni 7 (móttaka) í síðasta lagi þriðjudaginn 28. júní 2016.
Vegagerðin, móttaka
Borgartúni 7
105 Reykjavík
Dýrafjarðargöng
Forval
Einungis gögn sem hafa borist Vegagerðinni þriðjudaginn 28. júní 2016, fyrir lok skrifstofutíma (kl 16:00) eða eru sannanlega póstlögð fyrir þann tíma eru tekin gild.
Forvalið er einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Tilboð opnuð 24. janúar 2017. Jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, ásamt byggingu tilheyrandi forskála, brúa og vega. Um er að ræða 8,0 m breið, 5,3 km löng jarðgöng í bergi, styrkingu ganga, lagnir og vegyfirborð, raf- og stjórnbúnað þeirra, um 300 m langa steinsteypta vegskála og um 9,0 km langa vegi utan ganga. Í göngin skal leggja háspennulagnir 33 KV og 66 KV fyrir Orkubú Vestfjarða og Landsnet.
Helstu magntölur eru:
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
LNS Saga ehf. og Leonard Nilsen & Sonner AS, Noregi | 10.864.569.942 | 116,6 | 2.177.361.862 |
ÍAV hr., Íslandi og Marti Contractors Lth.,Sviss | 10.538.589.652 | 113,1 | 1.851.381.572 |
Áætlaður verktakakostnaður | 9.316.632.535 | 100,0 | 629.424.455 |
C.M.C di Ravenna, Ítalíu | 9.316.632.535 | 100,0 | 629.424.455 |
Ístak hf., Íslandi og Aarsleff, Danmörku | 9.322.252.133 | 100,1 | 635.044.053 |
Metrostav a.s., Tékklandi og Suðurverk hf., Íslandi | 8.687.208.080 | 93,2 | 0 |