Hjóla- og göngu­stígar á höfuð­borgar­svæð­inu

  • TegundHjólastígar
  • StaðaFramkvæmd hafin
  • Verktími2020–2034
  • Markmið
      Greiðar samgöngurÖruggar samgöngurUmhverfislega sjálfbærar samgöngur
  • Heimsmarkmið
      11. Sjálfbærar borgir og samfélög13. Aðgerðir í loftslagsmálum
  • Flokkar
      Göngu- og hjólastígarSamgöngusáttmálinn
  • Svæði
    • Höfuðborgarsvæðið

Á höfuðborgarsvæðinu hafa verið skilgreindar sérstakar stofnhjólaleiðir sem ná yfir stóran hluta þess. Markmiðið er styðja við virka ferðamáta og tengja saman hverfi og sveitarfélög.

Litið var sérstaklega til samgönguhjólreiða við skipulagningu stofnhjólaleiðanna. Hjólaleiðirnar þurfa að uppfylla viss skilyrði um hönnun til að tryggja umferðaröryggi og gæði.

Við undirbúning stofnhjólaleiðanna voru gerðar sérstakar talningar til að meta hvar mesta þörfin væri á að aðskilja gangandi og hjólandi vegfarendur og unnið út frá þeim. Í kjölfarið voru umferðarmestu staðirnir settir í forgang og einnig horft til þess hvar Borgarlínan kemur til með að vera en gert er ráð fyrir að meðfram henni verði góðar göngu- og hjólaleiðir.


Verkefnið heyrir undir Samgöngusáttmálann, sem gerður var 2019 milli ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu. Samkomulagið felur í sér sameiginlega framtíðarsýn og heildarhugsun fyrir skipulagssvæðið. Markmiðið er að auka öryggi, bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta og minnka tafir, stórefla almenningssamgöngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda til að standa við loftslagsmarkmið stjórnvalda og sveitarfélaga.

Yfirlitskort - forgangsröðun stofnleiða

Forgangsröðun uppbyggingar stofnleiða 2020-2033

Forgangsröðun uppbyggingar stofnleiða 2020-2033


Uppbygging hjólastíga - myndband


Fréttir