Foss­vogs­brú – land­fyll­ingar og sjóvarn­ir

  • TegundSamgöngusáttmálinn
  • StaðaFramkvæmd hafin
  • Verktími2025–2026
  • Markmið
      Jákvæð byggðaþróunÖruggar samgöngurUmhverfislega sjálfbærar samgöngur
  • Heimsmarkmið
      11. Sjálfbærar borgir og samfélög13. Aðgerðir í loftslagsmálum9. Nýsköpun og uppbygging
  • Flokkar
      Borgarlína
  • Svæði
    • Höfuðborgarsvæðið

Unnið er að landfyllingum og sjóvörnum vegna fyrirhugaðrar byggingar Öldu, brúar  yfir Fossvog. Fossvogsbrú er fyrsta stóra framkvæmdin í Borgarlínuverkefninu. Um er að ræða 270 m langa brú sem verður allt að 17 m breið. Hún tengir saman vesturhluta Kópavogs og Reykjavíkur með afgerandi hætti.  

Vegagerðin bauð út gerð landfyllinga og sjóvarna vegna nýbyggingar brúar yfir Fossvog fyrir hönd Betri samgangna í nóvember 2024. Verkið er hluti af 1. lotu Borgarlínu og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði. Vinna við landfyllingar hófust í janúar 2025 á Kársnesi og í framhaldinu hefst vinna Reykjavíkurmegin. Verklok eru áætluð á árinu 2026. Stefnt er að því að bjóða út byggingu brúar og vegagerð að loknu landfyllingarútboði.   

Fossvogsbrú er ætluð Borgarlínuvögnum, strætisvögnum, gangandi og hjólandi vegfarendum, auk forgangsaksturs lögreglu, sjúkraflutninga og slökkviliðs.   

 Gera skal landfyllingar báðum megin Fossvogs. Á Kársnesi felur verkið í sér gerð um 0,3 hektara landfyllingar utan við núverandi strandlínu með 220 m af nýrri sjóvörn ásamt um 0,4 hektara fyllingum á landi. Reykjavíkurmegin felur verkið í sér gerð um 2 hektara landfyllingar og 740 metra langra sjóvarna utan við núverandi strandlínu frá Skerjafirði í norðvestri að Kýrhamri í norðaustri.  Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar.  

 Útboðið var auglýst á hinu Evrópska efnahagssvæði (EES).   

Markmið Samgöngusáttmálans er að styrkja samgöngur á höfuðborgarsvæðinu og vinna að nauðsynlegum loftslagsmarkmiðum, meðal annars með tilkomu Borgarlínu og stórefldum almenningssamgöngum og uppbyggingu innviða eins og Fossvogsbrúar.  

 

Um landfyllingarnar

Gera skal landfyllingar beggja vegna Fossvogs. Á Kársnesi felur verkið í sér gerð um 0,3 hektara landfyllingar utan við núverandi strandlínu með 220 m af nýrri sjóvörn ásamt um 0,4 hektara fyllingum á landi. Reykjavíkurmegin felur verkið í sér gerð um 2 hektara landfyllingar og 740 metra langra sjóvarna utan við núverandi strandlínu frá Skerjafirði í norðvestri að Kýrhamri í norðaustri.  Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar.  

 Útboðið var auglýst á hinu Evrópska efnahagssvæði (EES).   

Markmið Samgöngusáttmálans er að styrkja samgöngur á höfuðborgarsvæðinu og vinna að nauðsynlegum loftslagsmarkmiðum, meðal annars með tilkomu Borgarlínu og stórefldum almenningssamgöngum og uppbyggingu innviða eins og Fossvogsbrúar.   

 

 

Umsóknir um framkvæmdaleyfi

Framkvæmdaleyfi

Umsagnir ýmissa stofnana

Fréttir