Við leitum að fjölhæfum einstaklingi með þekkingu á glussakerfum og snjóbúnaði til að bætast í hópinn hjá véla og tækjateyminu á rekstrardeild Vegagerðarinnar.
Á rekstrardeild starfa um 15 manns og þar af þrír í vélum og tækjum. Rekstrardeild er þjónustudeild og mikið er lagt upp úr góðri liðsheild, ríkri þjónustulund og lausnamiðaðri nálgun. Deildin þjónustar verkstæði Vegagerðarinnar um allt land, ásamt fasteignum, vöruinnkaupum og birgðastýringu. Vegagerðin er með 18 starfsstöðvar en starfsemi rekstrardeildar er í Suðurhrauni 3 í Garðabæ.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Í umsókninni komi fram upplýsingar um fyrri störf og þær hæfnikröfur sem óskað er eftir, auk afrita af prófskírteinum og ökuréttindum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru. Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Um 350 starfsmenn Vegagerðarinnar starfa á 18 starfsstöðvum víðsvegar um landið.