Vorið 2023 fékk Náttúrustofa Austurlands styrk til vöktunar á útbreiðslu lúpínu vegna framkvæmda við nýbyggingu Skriðdals- og Breiðdalsvegar ásamt brú yfir Gilsá á Völlum á Austurlandi. Markmið þeirrar vöktunar er að fylgjast með mögulegri dreifingu lúpínu með aðfluttu efni á framkvæmdasvæðinu og við það er stuðst við niðurstöður grunnúttektarinnar. Ef til aukinnar útbreiðslu lúpínu kemur mun Vegagerðin leitast við að stöðva hana jafnóðum. Vöktunin er styrkt til fimm ára af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar og í þessari fyrstu áfangaskýrslu er grein gerð fyrir framvindu hennar hingað til.
Guðrún Óskarsdóttir
nr_1800_936_voktun-utbreidslu-lupinu-vegna-framkvaemda-vid-nybyggingu-skriddals-og-breiddalsvegar-afangaskyrsla-1-1.pdf
Sækja skrá