PDF · Útgáfa NÍ-23001 — mars 2023
Opna fjall­vegir fyrir land­nám innfluttra plöntu­tegunda á hálendi Íslands?

Vegir og slóðar geta auðveldað landnám aðfluttra plöntutegunda inn á svæði þar sem þær hafa haft lítil áhrif í sögulegu samhengi vegna samvirkni nokkurra þátta meðfram vegum: aukin röskun, sundrung búsvæða, breyting á efnafræði jarðvegs, vatnafar og aukið rof, minni samkeppni og aukið magn fjölgunareininga (fræ og plöntuhlutar). Dreifing aðfluttra plöntutegunda á Miðhálendi Íslands hefur aldrei verið skoðuð áður á skipulagðan hátt. Miðhálendið, með erfiðum veðurskilyrðum og mjög stuttum vaxtartíma, er talið eitt af stærstu víðernum sem eftir eru í Evrópu. Hálendið er talið vera stærsta svæðið í Evrópu sunnan heimskautsbaugsins þar sem maðurinn hefur aldrei haft fasta búsetu. Engu að síður hefur hálendið verið undir áhrifum manna í meira en árþúsund og leiddu þau áhrif, ásamt síðasta kuldatímabili (1600–1900), til verulegra breytinga á gróðurþekju vegna aukins rofs og eyðimerkurmyndunar. Fyrri rannsóknir sýna að áhrif mannsins hafa ekki breytt samsetningu flórunnar og að svæðið gegnir því lykilhlutverki við að viðhalda náttúrulegu útbreiðslumynstri margra innlenda plöntutegunda á Íslandi.

Opna fjallvegir fyrir landnám innfluttra plöntutegunda á hálendi Íslands
Höfundur

Pawel Wasowicz, Rannveig Thoroddsen, Starri Heiðmarsson, Olga Kolbrún Vilmundardóttir, Járngerður Grétarsdóttir, Einar. Ó. Þorleifsson, Brynjólfur Brynjólfsson - NÍ

Skrá

nr_1800_940_opna-fjallegir-fyrir-landnam-innfluttra-plontutegunda-a-halendi-islands.pdf

Sækja skrá