Áhersla á sjálfbærni í verklegum framkvæmdum fer hratt vaxandi hér á landi og notkun sjálfbærnimatskerfa til þess að meta frammistöðu verkefna hefur aukist mikið á síðustu árum. Unnin voru drög að gátlista fyrir Vegagerðina með það að leiðarljósi að gátlistinn stuðli að aukinni sjálfbærni í verklegum framkvæmdum á vegum Vegagerðarinnar og geti nýst sem fyrstu skref í átt að vottun samkvæmt sjálfbærnimatskerfinu BREEAM Infrastructure.
Spurningar í gátlista byggjast á rannsóknarverkefni frá maí 2020 þar sem breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss, var borin saman við sjálfbærnimatskerfi
BREEAM/CEEQUAL1 . Gátlistinn er settur upp með það í huga að vera einfaldur og falla inn í núverandi hönnunargátlista Vegagerðarinnar. Með því að taka inn þau atriði sem nefnd eru í gátlistanum er Vegagerðin þegar farin að taka skref í átt að aukinni sjálfbærni og bættri frammistöðu í vottunarkerfunum.
Sandra Rán Ásgrímsdóttir og Jóhanna Sæmundsdóttir - Mannvit