PDF · júní 2021
Grím­svatna­hlaup, vatns­geym­ir, upphaf og rennsli (greinar­gerð um verk­efnið 2020)

Hér er gerð grein verkum sem unnið var að með stuðningi Rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar í verkefninu: Grímsvatnahlaup: Vatnsgeymir, upphaf og rennsli.
Grímsvötn eru í lægð Grímsvatnaöskjunnar í miðjum Vatnajökli (1. mynd). Þarna er stærsta jarðhitasvæði landsins og auk bræðsluvatns af jökulyfirborði safnast þar vatn sem bráðnar vegna jarðhita við jökulbotninn. Ofan á Grímsvötnum er um 300 m þykk íshella sem flýtur upp með aukinni vatnssöfnun. Að því kemur að ísstíflan sem heldur að vatninu til austurs gefur sig, göng myndast í ísinn við jökulbotn og vatn hleypur við jökulbotn frá Grímsvötnum til Skeiðarársands. Helstu niðurstöður vinnu á árinu 2020 við könnun á aðstæðum í Grímsvötnum eru kynntar hér m.a. vatnshæð, flatarmál og rúmmál Grímsvatna, lega vatnsrása, mat á þykkt íshellu, vöktun ísstíflu, mat á líklegu hámarksrennsli í hlaupum, rennsli frá Grímsvötnum ásamt mati á núverandi stöðu í Grímsvötnum og líklegri þróun þar. Einnig afkomu ísaviðs Grímsvatna, lögun þess, ísskriði og afrennsli leysingavatns til þeirra.

Grímsvatnahlaup, vatnsgeymir, upphaf og rennsli (greinargerð um verkefnið 2020)
Höfundur

Finnur Pálsson og Eyjólfur Magnússon - Jarðvísindastofnun

Skrá

nr_1800_025_grimsvotn-vatnsgeymir-upphaf-og-rennsli.pdf

Sækja skrá