Katlarnir á Mýrdalsjökli hafa verið reglubundið vaktaðir frá 1999 eftir að stórt hlaup kom í Jökulsá á Sólheimasandi sem ógnaði brúnni yfir ána og olli spjöllum á öðrum mannvirkjum á sandinum. Vöktunin var fyrst eingöngu byggð á endurteknum hæðarsniðmælingum, oftast úr flugvél (sjá http://www.jardvis.hi.is/myrdalsjokull_eftirlit_med_sigkotlum). Eftir að annað hlaup tók af brúna yfir Múlakvísl í júlí 2011 var með stuðningi Rannsóknarsjóðs Vegagerðarinnar farið að gera íssjármælingar á snjósleðum samtímis hæðarsniðmælingum. Frá 2012 hafa íssjársnið yfir helstu katlana innan Kötluöskjunnar verið mæld 1-2 á ári (Eyjólfur
Magnússon o.fl., 2017). Einnig hafa sumir katlarnir verið rannsakaðir með því að mæla endurtekið mjög þéttriðið safn íssjársniða (20 m milli samsíða íssjársniða) til að fá sem skýrasta mynd að breytingum við jökulbotn.
Eyjólfur Magnússon, Finnur Pálsson og Joaquín M. C. Belart - Jarðvísindastofnun, Bergur Einarsson og Benedikt G. Ófeigsson - Veðurstofu Íslands
1800-403-greinargerd_throun_vatnsgeyma_undir_sigkotlum_myrdalsjokuls_sed_med-issja.pdf
Sækja skrá