Það eru mikil verðmæti fólgin í endurnotkun, endurvinnslu og endurnýtingu. Markmið greiningarinnar er að gera grein fyrir farvegi malbiksúrgangs á Íslandi og kanna ónýtta
möguleika malbiksúrgangs á umhverfislegum- og efnahagslegum grundvelli. Gögn voru fengin frá Umhverfisstofnun, Kópavogsbæ, Mablikunarstöðinni Hlaðbæ Colas og
Sorpu, þar sem í ljós kom að erfitt er að gera grein fyrir skýrri mynd á farvegi malbiksúrgangs, þó meirihluti þess sé endurunninn eða endurnýttur á einhvern hátt.
Guðrún Guðmundsdóttir og Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir - ReSource International ehf.