PDF · Útgáfa 1800-663 — júlí 2018
Vist­vott­unar­kerfi fyrir samgöngu­innviði – Grein­ing á vist­vott­unar­kerf­um fyrir innviða­verk­efni Vega­gerðar­innar

Í þessu verkefni var farið yfir vistvottunarkerfi sem meta sjálfbærni innviðaverkefna og kannað hvaða vistvottunarkerfi geti hentað fyrir verkefni Vegagerðarinnar.

Í upplýsingaöflun fundust 25 vistvottunarkerfi sem tengjast samgönguinnviðum en eftir vinsun stóðu eftir vistvottunarkerfin
BREEAM Infrastructure, CEEQUAL, Envision og Greenroads ásamt SUNRA, sem er leiðbeinandi rammi fyrir mat á sjálfbærni.

Frekari kröfur voru settar, m.a. að kerfið skuli vera í víðtækri notkun á Norðurlöndunum og í Evrópu. Í þeim samanburði kom CEEQUAL best út.
CEEQUAL er mest notaða vistvottunarkerfi fyrir innviði bæði í Evrópu og á Norðurlöndunum. Fleiri en 700 verkefni hafa verið skráð hjá CEEQUAL
og fleiri en 260 verkefni hlotið vottun. CEEQUAL mun sameinast BREEAM Infrastructure og ný sameinuð útgáfa kemur út um mitt næsta ár (2019) undir nafni CEEQUAL.

Tillaga höfunda að sameinað vistvottunarkerfi CEEQUAL og BREEAM Infrastructure sé prufukeyrt í verkefni Vegagerðarinnar.

Vistvottunarkerfi fyrir samgönguinnviði
Höfundur

Helga J. Bjarnadóttir og Sigurður Thorlacius - Efla

Skrá

vistvottunarkerfi-fyrir-samgonguinnvidi-greining-a-vistvottunarkerfum-fyrir-innvidaverkefni-vegagerdarinnar.pdf

Sækja skrá