Verkefnið hófst árið 2014 að frumkvæði starfsmanna hjá Vegagerðainni. Tilgangur þess er að stuðla að aukinni markvissri endurheimt staðargróðurs við frágang á vegsvæðum. Á fyrri stigum verkefnisins voru teknar saman upplýsingar um stöðu þekkingar á endurheimt náttúrulegs gróðurfars í tengslum við rask vegna vegagerðar. Þessar upplýsingar skiluðu sér m.a. í endurskoðun verklýsinga sem fjalla um uppgræðslu. Í kjölfarið voru einnig útbúin drög að kennsluefni til notkunar á námskeiðum um endurheimt staðargróðurs.
Sumarið 2017 voru gerðar ítarlega gróðurmælingar og á vegfláum og grenndargróðri á þremur svæðum, þar sem mismunandi aðferðir hafa verið notaðar við uppgræðsluna. Einnig var fjallað um þróun á aðferðum við árangursmat og mismunandi aðferðir bornar saman, með það fyrir
augum að velja eða þróa skilvirkar vöktunaraðferðir.
Niðurstöður gróðurmælinga benda til þess að dreifing á gróðurtorfum sé áhrifaríkasta aðferðin við að endurheimta staðargróður, en það hafði einnig komið fram í fyrri rannsóknum. Hins vegar er bent á að gera þurfi sambærilegar rannsóknir á fleiri svæðum til að meta áreiðanleika þessara niðurstaðna.
Ása L. Aradóttir og Steinunn Garðarsdóttir - Landbúnaðarháskóla Íslands