Votlendi við sjó á Íslandi er víða en helstu votlendissvæðin flokkast í sjárvarfitjar og leirur sem flokkast í fimm undirflokka. Votlendi við sjó eru mikilvægt fæðusvæði fyrir margar tegundir fugla. Það á við bæði á leirum þar sem er mjög mikið smádýralíf og einnig á sjávarfitjum. Engar tilraunir hafa verið gerðar á endurheimt votlendis við sjó á Íslandi svo vitað sé en víða um heiminn hafa verið gerðar tilraunir við það Rannsóknir sem helst voru skoðaðar vegna þessarar samantektar vörðuðu endurheimt votlendis við sjó var í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Aðstæður á þeim svæðum eru ekki eins og á Íslandi þar sem rannsóknarsvæðin voru yfirleitt við ár og á skýldum svæðum. Við skoðun á erlendum rannsóknum verður ekki annað séð en að góður árangur hafi orðið af þeim tilraunum sem hafa verið gerðar. Því ætti að vera hægt að gera svipaðar tilraunir hér á landi.
Hafdís Sturlaugsdóttir - Náttúrustofa Vestfjarða