Jöklahópur Jarðvísindastofnunar hefur í ártugi aflað gagna um Breiðamerkurjökul og Jökulsárlón og Jökulsá á Breiðamerkursandi, lengst af í nánu
samstarfi við Vegagerðina. Hér er lýst helstu niðurstöðum rannsókna ársins 2017. Höfundar skýrslunnar bera ábyrgð á innihaldi hennar. Niðurstöður hennar ber ekki að túlka sem yfirlýsta stefnu Vegagerðarinnar eða álit þeirra stofnana eða fyrirtækja sem höfundar starfa hjá.
Finnur Pálsson - Jarðvísindastofnun