Þessi skýrsla fjallar um vistferilsgreiningu á íslenskri stálbrú. Áður hefur EFLA unnið vistferilsgreiningu á steinsteyptri íslenskri brú og á íslenskum vegi.
Í vistferilsgreiningum mannvirkisins eru umhverfisáhrif byggingar og reksturs mannvirkisins metin allt frá því hráefnum til byggingarinnar er aflað úr
náttúrunni þar til minnvirkið er rifið og byggingarefnum er fargað eða þau endurunnin.
Niðurstöður vistferilsgreiningarinnar benda til þess að öflun og vinnsla hráefna (byggingarefna) til brúargerðarinnar skili mestum umhverfisáhrifum
á vistferli brúarinnar. Þessi umhverfisáhrif verða að stórum hluta erlendis þar sem hráefni eru numin og byggingarefni á borð við stál framleidd í
verksmiðjum.
Niðurstöður vistferilsgreiningarinnar voru bornar saman við vistferilsgreiningu steinsteyptrar brúar yfir Aurá í Vestur Skaftafellssýslu, auk
þess sem kolefnisspor brúarinnar var borið saman við kolefnisspor úr niðurstöðum nokkurra vistferilsgreininga frá nágrannalöndum Íslands. Einnig
voru skoðuð áhrif þess að skipta burðarbitum úr máluðu stáli út fyrir burðarbita úr ryðfríu stáli.