PDF · Útgáfa 2970-201-SKY-002 — ágúst 2017
Salern­isað­staða við þjóð­vegi Íslands. Kort­lagn­ing þarfar á salern­isað­stöðu meðfram þjóð­vegum (II. hluti)

Í rannsóknarverkefni þessu er fjallað um útvalda áningarstaði Vegagerðarinnar og mögulegar salernislausnir fyrir þessa staði. Kynntar voru mismunandi salernislausnir en einnig fjallað um kostnað við ólíkar salernislausnir. Í skýrslunni var fjallað um möguleika á endurnýtingu seyru en virk landgræðslusvæði eru á landinu öllu þar sem endurnýta mætti seyru til uppgræðslu. Þurrsalerni gætu verið áhugaverður kostur á áningarstöðum
Vegagerðarinnar en þau eru að mörgu leyti umhverfisvænni salernislausnir en hefðbundin vatnssalerni og stofn- og rekstrarkostnaður þeirra oft lægri. Einn af kostum þurrsalerna er sá að þau má nota allt árið um kring, jafnvel þótt rafveita sé ekki á viðkomandi áningarstað. Í verkefni þessu var einnig útbúið flæðirit með það í huga að auðvelda yfirsýn yfir kosti og galla við vatns- og þurrsalernislausnir á þeim áningarstöðum þar sem ráðast á í framkvæmdir. Ekki var tekin afstaða til þess hvort notast ætti við vatns- eða þurrsalernislausnir á hverjum áningarstað fyrir sig enda þarf að fara fram nákvæm staðarkönnun áður en slík ákvörðun er tekin.

Salernisaðstaða við þjóðvegi Íslands. Kortlagning þarfar á salernisaðstöðu meðfram þjóðvegum (II. hluti)
Höfundur

Ragnhildur Gunnarsdóttir, Hlöðver Stefán Þorgeirsson og Reynir Sævarsson - Efla

Skrá

kortlagning-tharfar-a-salernisadstodu-medfram-thjodvegum-island-ii-hluti.pdf

Sækja skrá