PDF · Útgáfa VÍ 2017-001 — mars 2017
Kort­lagn­ing aftaka­vinda á Suðvestur­landi

Stigin eru fyrstu skref í kortlagningu aftakavinda á Íslandi. Kannað er hvort hægt sé að nýta lofthjúpsreikninga til að meta aftakavinda. Nýtt eru gögn fyrir Suðvesturland og er mat á tíðni og styrk aftakaatburða skoðað. Hámark-innan-tímabils aðferðinni er beitt á lofthjúpsgögnin og matið borið saman við niðurstöður þar sem þröskuldsaðferð er beitt á vindmælingar. Mun á mati á styrk aftakaatburða má að milklu leyti skýra með mismunandi rúm- og tímaupplausn, takmarkaðir lengd sumra mæliraða, skekkjum í líkani og mismunandi aðferðafræði við mat á aftakaatburðum. Af niðurstöðunum er þó ljóst að hægt er að nota niðurstöður lofthjúpsreikninga sem innlagsgögn við greiningu á aftakavindum og búa til heilsteypt kort af t.d. 50 ára vindstyrk fyrir allt landið. Niðurstöðurnar eru bornar saman við niðurstöður aftakagreininga sem byggjast á mælingum. Bæði gagnasöfnin hafa sína kosti og galla. Kostir lofthjúpsreiknigagna umfram mælingar eru þeir að hægt er að skoða svæði í rúmi á hvaða tímabili sem er en veðurmælingar eru strjálar.

Kortlagning aftakavinda á Suðvesturlandi
Höfundur

Guðrún Nína Petersen, Hálfdán Ágústsson og Ólafur Rögnvaldsson - Veðurstofa Íslands

Skrá

kortlagning-aftakavinda-a-sudvesturlandi-fyrstu-skref-a.pdf

Sækja skrá