PDF · Útgáfa 15168 — apríl 2016
Veru­leg umhverf­isáhrif, eru þau eins?

VSÓ Ráðgjöf hefur í áranna rás með fjárstyrk Vegagerðarinnar skoðað ýmsar hliðar á mati á umhverfisáhrifum með það fyrir augum að dýpka skilning og bæta aðferðafræði matsins. Í fyrri rannsóknum tengdum mati á umhverfisáhrifum framkvæmda hafa meðal annars verið skoðaðar virkni mótvægisaðgerða, dreifing vægiseinkunna, áhrif náttúruverndarlaga og skilvirkni. Að þessu sinni er sjónum beint að verulegum eða umtalsverðum umhverfisáhrifum framkvæmda sem er efsta stig mögulegrar einkunnagjafar í mati á umhverfisáhrifum hér á landi. Tilgangur þessa rannsóknaverkefnis var fyrst og fremst að geta svarað spurningunni hvort veruleg neikvæð umhverfisáhrif væru eins með tilliti til framkvæmda, tíma og umhverfisþátta. Þá var einnig velt upp þeirri spurningu hvort það væri eitthvað öðru fremur sem yrði til þess að áhrif væru metin sem veruleg eða umtalsverð. Skoðað var tímabilið 1994-2014 eða frá því lög um mat á umhverfisáhrifum tóku fyrst gildi og til dagsins í dag. Tímabilinu var skipt í þrjú styttri tímabil sem endurspegla breytingar á löggjöfinni, 1994-2000, 2001-2005 og 2006-2014. Farið var í gegnum alla úrskurði og öll álit Skipulagsstofnunar á þessu tímabili sem voru samtals 247 og samanburður gerður á þeim.

Rannsóknin leiddi í ljós að veruleg neikvæð umhverfisáhrif eru ekki eins. Það er í raun eðlileg niðurstaða þar sem áherslur í tíma hafa breyst með aukinni þekkingu og reynslu af mati á umhverfisárhrifum. Rannsóknin sýnir einnig að framkvæmdir eru mis líklegar til að hafa umtalsverð/veruleg áhrif og að umhverfisþátturinn landslag og ásýnd er líklegastur til að verða fyrir verulegum áhrifum vegna framkvæmda.

Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins
Höfundur

VSÓ ráðgjöf

Skrá

veruleg-umhverfisahrif-eru-thau-eins.pdf

Sækja skrá