Rannsóknarverkefnið „Umhverfisvæn eyðing gróðurs í vegköntum“ var unnið fyrir styrk úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar. Í verkefninu var skoðað hvernig SPUMA aðferðin virkaði á gróður við íslenskar aðstæður og hvernig hún hentaði aðferðum Vegagerðarinnar. SPUMA aðferðin var þróuð af NCC roads í Danmörku. Um er að ræða varmafræðilega aðferðin við eyðingu gróðurs. 98°C heitu vatni er sprautað á gróðurinn ásamt froðu sem samanstendur af kókos og maís. Froðan heldur háum hita á vatninu í nokkrar mínútur á meðan vatnið veikir og drepur gróðurinn.
VSÓ ráðgjöf