Til að leggja raunverulegt mat á nýtingu og umhverfisáhrif strætóferða ákvað UMÍS ehf. – Environice að endurtaka rannsóknina á árinu 2013 til að meta nýtingu á ferðum og leggja því raunhæfara mat á umhverfislegan ávinning. Rannsókn þessi byggir á vettvangsferðum starfsmanns UMÍS ehf.- þar sem farþegar voru spurðir spurninga varðandi notkun á almenningssamgöngum. Fengnar voru farþegatölur á þeim leiðum sem aka um Vesturland og þannig lagt mat á umhverfislegan ávinning af ferðunum.Í þessari skýrslu er fjallað um niðurstöður könnunarinnar, auk þess sem einstaka leiðir eru
skoðaðar og reiknaður út fjöldi farþega sem þurfa að ferðast á hverri leið til að skapa umhverfislegan ávinning. Þá er að lokum fjallað um sjálfbærni í samgöngum og möguleg áhrif þessa kerfis á leiðina að sjálfbærari samgöngum
Hrafnhildur Tryggvadóttir - Umís