PDF · Útgáfa 13255 — maí 2014
Mats­skylda vega­gerðar­verk­efna viðmið og gæði gagna

Í rannsóknarverkefninu voru reglur og viðmið um matsskyldu og tilkynningarskyldu vegaframkvæmda á Norðurlöndunum og í Englandi rýnd. Einnig var skoðað hverskonar gögn framkvæmdaraðili skal setja fram í tilkynninguna og hvort það sé einhver munur á þeim háð umfangi eða eðli verkefna.

Rannsóknin leiddi það í ljós að frumvarpið er meira í takt við það sem kemur fram í lögum á Norðurlöndunum og í Englandi hvað varðar viðmið um matsskyldu og tímaramma. Tilkynningum frá Vegagerðinni mun fjölga með tilkomu nýja frumvarpsins en þó skal hafa í huga að væntanlega mun stærsti hluti nýrra tilkynninga sem falla undir flokk C í viðauka 1 í frumvarpinu vera umfangsminni vegaframkvæmdir og/eða vegaframkvæmdir á síður viðkvæmum svæðum. Það gerir tilkynningarnar umfangsminni og þær munu taka styttri tíma í afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun eða sveitarfélögunum auk þess að ekki verður þörf á að fá álit hjá umsagnaraðilum.

Matsskylda vegagerðarverkefna viðmið og gæði gagna
Höfundur

VSÓ

Skrá

matsskylda-vegagerdarverkefna-vidmid-og-gaedi-gagna.pdf

Sækja skrá