Í þessari skýrslu er skýrt frá niðurstöðum talninga á göngufólki sem gengur gönguleiðina Laugaveginn, milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Talningarnar fóru fram sumrin 2011, 2012 og 2013 og eru hluti af verkefninu „Áætlun um ferðamennsku á miðhálendi Íslands“. Það verkefni miðar að því að afla vísindalegra gagna sem nota má í stefnumótun fyrir ferðamennsku á miðhálendinu þannig að hægt sé að setja fram áætlun um hvernig nýta megi miðhálendið til fjölbreytilegrar útivistar og ferðamennsku án þess að ganga á auðlindina.
Rögnvaldur Ólafsson