Vel þekkt er að vatnsföll sem spretta undan jökli geta fluttst til þegar jökull hörfar, bæði getur landslag sem undan jökli kemur beint vatni annað en einnig getur breyting ísfargs breytt rennslisleiðum undir jökli og þá einnig útfall við jökuljaðar flutst til. Vegagerðin hefur byggt brýr á þjóðvegum yfir vatnsföll (Hverfisfljót, Brunná og Djúpá) sem eiga uppruna í Síðujökli. Það getur valdið verulegum vandræðum ef stór vatnsföll flytjast til, fara í nýjan farveg eða sameinast öðrum. Þetta getur bæði orðið til þess að brýr standi yfir þurrum farvegi, eða verði skyndilega of litlar fyrir mjög aukið vatnsmagn
Finnur Pálsson, Eyjólfur Magnússon, Helgi Björnsson, Ágúst Þór Gunnlaugsson - Jarðvísindastofnun HÍ