Í verkefninu var kannað hvort nýting svarðlags við uppgræðslu flýtti fyrir endurheimt staðargróðurs á röskuðu svæði, samanborið við hefðbundnari uppgræðsluaðferðir. Það byggir á tilraun í Hálsasveit í Borgarfirði, þar sem prófaðar voru mismunandi uppgræðslumeðferðir með eða án svarðlags.
Uppgræðsla fólst að öðru leiti í áburðargjöf með eða án sáningu grasa ásamt fleiri tegundum. Í einni meðferð var aðeins notað svarðlag, án annarra uppgræðsluaðgerða. Sumarið 2005 var gróðurfar svæðisins metið til fá samanburð við uppgræðslumeðferðirnar og þá um haustið var svarðlagi og
öðrum jarðvegi flett ofan af tilraunasvæðinu. Sumarið 2006 var svarðlagi og blöndu af svarðlagi og neðri jarðvegslögum dreift yfir viðkomandi tilraunareiti, auk sáningar og áburðargjafar. Gróðurfar tilraunareitanna var metið 2006, 2007, 2009 og 2012 og landnám staðargróðurs mælt frá 2007.
Ása L. Aradóttir - Lbhí og Hersir Gíslason - Vegagerðinni