Í þessari skýrslu eru kynntar niðurstöður rannsóknar á hagkvæmni og umhverfisávinningi við metanvinnslu á landsbyggðinni. Hagrænn ávinningur af notkun metans í stað innflutts bensíns og sá samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda sem mætti ná með framleiðslu og notkun þess metans sem um ræðir, er áætlaður út frá tölum um lífrænt aukahráefni og líklegri samsetningu þess á þeim svæðum sem þykja vænlegust til framleiðslunnar.
Dofri Hermannsson - Metanorku, Stefán Gíslason og Birgitta Stefánsdóttir - Environice