PDF · Útgáfa 2. útgáfa — maí 2014
Vegir og skipu­lag – leið­bein­ingar

Leiðbeiningarrit fyrir sveitarfélög, skipulagshöfunda og Vegagerðina er ætlað að stuðla að skilvirku samráðsferli. Einnig er með því leitast við að lágmarka óvissu um ábyrgð og skyldur aðila. Skipulagshöfundar geta þar með undirbúið mál sitt betur, Vegagerðin veit að hverju hún gengur og getur gert athugasemdir og sett fram óskir eða kröfur um útfærslur byggðar á skýrum grunni.

Forsíða - Vegir og skipulag, leiðbeiningar
Skrá

13259_sk140615_leidbeiningar-1.pdf

Sækja skrá
Breytingar frá fyrri útgáfu

Frá útgáfu fyrstu leiðbeiningana árið 2007 hafa komið ný skipulagslög, ný skipulagsreglugerð, nýjar reglugerðir um hávaða, framkvæmdaleyfi og ýmsar
leiðbeiningar verið uppfærðar. Jafnframt var það niðurstaða nefndar um breytingar á veglögum að mikilvægt væri að endurskoða leiðbeiningarnar. Vegagerðin og Samband íslenskra sveitarfélaga ákvað í ljósi þess að uppfæra leiðbeiningarnar. Auk þess var skrifaður kafli um tillögu að verklagi við sérstakt samráð (kafli 4) og útbúin leiðbeiningablöð fyrir gerð aðalskipulags og deiliskipulags (kafli 5). Sérstakt samráð á við þegar ljóst er að ólíkar skoðanir eru um skipulag, skilmála eða útfærslu samgöngumannvirkja og hið almenna samráð í skipulagsferlinu hefur ekki skilað viðunandi lausn.

Útgáfusaga

Útgáfa 2. útgáfa — maí 2014Gild útgáfa

Frá útgáfu fyrstu leiðbeiningana árið 2007 hafa komið ný skipulagslög, ný skipulagsreglugerð, nýjar reglugerðir um hávaða, framkvæmdaleyfi og ýmsar
leiðbeiningar verið uppfærðar. Jafnframt var það niðurstaða nefndar um breytingar á veglögum að mikilvægt væri að endurskoða leiðbeiningarnar. Vegagerðin og Samband íslenskra sveitarfélaga ákvað í ljósi þess að uppfæra leiðbeiningarnar. Auk þess var skrifaður kafli um tillögu að verklagi við sérstakt samráð (kafli 4) og útbúin leiðbeiningablöð fyrir gerð aðalskipulags og deiliskipulags (kafli 5). Sérstakt samráð á við þegar ljóst er að ólíkar skoðanir eru um skipulag, skilmála eða útfærslu samgöngumannvirkja og hið almenna samráð í skipulagsferlinu hefur ekki skilað viðunandi lausn.

Útgáfa 1. útg., — 27. nóvember 2007Eldri útgáfa