Í skipulagsvinnu þarf oft að taka tillit til samgöngumannvirkja á ábyrgð Vegagerðarinnar sem liggja um eða við skipulagssvæðið. Gera þarf ráð fyrir nægilegu rými svo samgöngumannvirki uppfylli kröfur um ásættanlegt þjónustustig, hljóðvist, sýnileika og umferðaröryggi. Land verður sífellt verðmætara, sérstaklega í þéttbýli. Það eru hagsmunir allra, jafnt landeigenda, Vegagerðarinnar, íbúa og sveitarfélags að strax í upphafi sé fjallað um útfærslur m.t.t. allra þessara aðila. Þannig má tryggja hámarks gæði og koma í veg fyrir vandamál og hagsmunaárekstra þegar komið er á framkvæmdastig eða síðar. Með leiðbeiningarriti fyrir skipulagshöfunda leggur Vegagerðin sitt af mörkum til að stuðla að skilvirku samráðsferli. Einnig er með því leitast við að lágmarka óvissu um ábyrgð og skyldur aðila. Skipulagshöfundar geta þar með undirbúið mál sitt betur, Vegagerðin veit að hverju hún gengur og getur gert athugasemdir og sett fram óskir eða kröfur um útfærslur byggðar á skýrum grunni.
Á 133. löggjafarþingi Alþingis voru samþykkt ný vegalög þann 17.3.2007. Í þessum leiðbeiningum er stuðst við hin nýju vegalög sem taka munu gildi þann 1.1.2008.
Útgáfa 2. útgáfa — maí 2014Gild útgáfa | Frá útgáfu fyrstu leiðbeiningana árið 2007 hafa komið ný skipulagslög, ný skipulagsreglugerð, nýjar reglugerðir um hávaða, framkvæmdaleyfi og ýmsar |
Útgáfa 1. útg., — 27. nóvember 2007Eldri útgáfa |