Útboðsnúmer
Þver­árfjalls­vegur (73) í Refa­sveit og Skaga­strandar­vegur (74) um Laxá (EES)

18 júlí 2021Útboðsauglýsing

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í byggingu nýs Þverárfjallsvegar í Refasveit frá Hringvegi norðan Blönduóss að núverandi Þverárfjallsvegi, um 8,5 km að lengd og nýs Skagastrandarvegar frá nýjum Þverárfjallsvegi að Skagastrandarvegi norðan Höskuldsstaða, um 3,3 km að lengd. Á Skagastrandarveg skal byggja nýja 106 m langa brú á Laxá í Refasveit. Brúin er í þremur höfum, steinsteypt og eftirspennt. Einnig skal byggja nýjar tengingar og heimreiðar, samtals um 4,5 km að lengd.

Helstu magntölur
Vegagerð 
Fyllingar/fláafleygar úr skeringum 
151.000 m3
Fyllingar úr námum 
121.000 m3
Bergskering 
2.450 m3
Ræsalögn 
1.000 m
Styrktarlag 
80.500 m3
Burðarlag 
23.200 m3
Tvöföld klæðing 
102.000 m2
Malbik
4.100 m2
Malarslitlag
920 m3
Vegrið 
1.930 m
Girðingar 
20 km
Rafstrengur vegna veglýsingar 
1.300 m
Ljósastólpar 
32 stk.
Frágangur fláa og hliðarsvæða 
440.000 m2
Brúargerð 
Vegrið 
252 m
 Gröftur 
935 m3
Fylling við steypt mannvirki 
5.000 m3
Bergskering
50 m3
Bergboltar 
102 stk.
Mótafletir
2.791 m2
Steypustyrktarstál 
122 tonn
Spennt járnalögn 
27,31 tonn
Steypa 
1.331 m3

17 ágúst 2021Opnun tilboða

Opnun tilboða 17. ágúst 2021. Bygging nýs Þverárfjallsvegar í Refasveit frá Hringvegi norðan Blönduóss að núverandi Þverárfjallsvegi, um 8,5 km að lengd og nýs Skagastrandarvegar frá nýjum Þverárfjallsvegi að Skagastrandarvegi norðan Höskuldsstaða, um 3,3 km að lengd. Á Skagastrandarveg skal byggja nýja 106 m langa brú á Laxá í Refasveit. Brúin er í þremur höfum, steinsteypt og eftirspennt. Einnig skal byggja nýjar tengingar og heimreiðar, samtals um 4,5 km að lengd.

 

Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. nóvember 2023.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með sunnudeginum 18. júlí 2021 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 17. ágúst 2021.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.

 

 

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Borgarverk ehf., Borgarnesi
1.627.375.000
117,0
130.975.000
Ístak hf., Mosfellsbær
1.636.510.131
117,6
140.110.131
Skagfirskir verktakar ehf., Sauðárkróki
1.496.400.000
107,6
0
Áætlaður verktakakostnaður
1.391.123.414
100,0
105.276.586